Húnar lögðu Jötna að velli
Einn leikur fór fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld en þá lögðu Húnar lið SA Jötna að velli, 9-7, í Egilshöllinni. Þetta var fyrsti sigur Húna á tímabilinu en liðið kemur frá Skautafélaginu Birninum. Húnar hafa þrjú stig í neðsta sæti en Jötnar sex stig sæti ofar. Björninn trónir hins vegar á toppi deildarinnar með 18 stig en SR og SA Víkingar hafa bæði 15 stig í næstu sætum.
Mörk Húna: Falur Birkir Guðnason 2, Matthías Sigurðsson 2, Reynir Salómonsson 1, Andri Már Helgason 1, Viktor Freyr Ólafsson 1, Brynjar Bergmann 1, Einar Sveinn Guðnason 1, Stefán Sigurðsson 1.
Mörk Jötna: Ólafur Ólafsson 1, Lars Foder 1, Guðmundur Snorri Guðmundsson 1, Birgir Þorsteinsson 1, Bergur Jónsson 1, Andri Mikaelsson 1, Helgi Gunnlaugsson 1.