03. apríl, 2009 - 18:58
Fréttir
Stjórn Akureyrarstofu ræddi á síðasta fundi sínum um mögulegt auðkenni fyrir ferðamannabæinn Akureyri. Í stefnu Akureyrarstofu er
kveðið á um að kannað skuli hvort tekið skuli upp sameiginlegt lógó fyrir ferðaþjónustuna í bænum. Framundan eru fundir með
hagsmunaaðilum þar sem málið verður unnið áfram.