Hreinsunarátak starfafólks Norðurorku

Ljóst er að eftir langan og strangan vetur bíða mörg verkefni við að gera  umhverfið fallegt og hreint fyrir komandi sumar.

Að loknum hefðbundnum vinnudegi í gær  fór starfsfólk Norðurorku ásamt fjölskyldum sínum í  hreinsunarátak á svæðinu frá Glerárvirkjun upp að starfsstöð Norðurorku  að Rangárvöllum.

Tínt var upp rusl við Glerárvirkjun og rafveitupollinn, meðfram göngustígnum  upp með Glerá og skóginum þar í kring, á svæðinu norðan, austan og sunnan  við Rangárvelli þar með talið upp með Hlíðarfjallsvegi frá hringtorginu á Hlíðarbraut upp að Rangárvöllum.

Eftir velheppnað hreinsunarátak mætti fólk glatt en þreytt á starfsstöð Norðurorku þar sem biðu grillaðir hamborgarar, pylsur og pizzur.

Nýjast