Hreinn Þór hættur með liði Akureyrar

Hreinn Þór Hauksson, varnarmaðurinn öflugi í liði Akureyrar Handboltafélags, mun ekki leika með liðinu næsta vetur. Hreinn hyggst flytja búferlum erlendis, sennilega til Svíþjóðar, þar sem hann ætlar í mastersnám. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 

Hreinn var töluvert frá í vetur vegna meiðsla en lék lykilhlutverk í vörn Akureyrar þegar hann var heill og er þetta því nokkur missir fyrir félagið. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir í viðtali við Vikudag að hann vonist eftir að halda sem mest óbreyttu liði fyrir næsta tímabil og liðið færi í það núna að ræða við leikmenn um framhaldið. 

Fleiri leikmenn gætu hins vegar yfirgefið félagið en þeir Oddur Gretarsson og markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson eru báðir undir smásjá erlendra liða. 

Nýjast