Hrafnagilsskóli 50 ára

Öllu var tjaldað til á hátíðardagskrá sem efnt var til í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit vegna 50…
Öllu var tjaldað til á hátíðardagskrá sem efnt var til í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit vegna 50 ára afmælis skólans. Mynd á vef Hrafnagilskóla.

mthvikubladid.is

Öllu var tjaldað til á hátíðardagskrá sem efnt var til í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit vegna 50 ára afmælis skólans. Fjölbreytt atriði voru á dagskrá, söngur og tónlist, dans og upplestur. Hrafnagilsskóli var formlega vígður árið 1972.

Rifjaðar voru upp sögur úr skólastarfinu, það gerðu kynnar af unglingastigi sem klæddust íslenskum þjóðbúningum. „Ein skemmtileg staðreynd er sú að 30% foreldra eru fyrrverandi nemendur skólans og það sama á við um hlutfall starfsmanna en þar er þriðjungur úr hópi fyrrverandi nemenda,“ segir í frétt á vefsíðu Hrafnagilsskóla.

Verkefni nemenda voru til sýnis, m.a. um Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og barnastjörnur frá mismunandi tímum auk þess sem gömlu skólaspjöldin voru dregin fram, sem og skólablöð. Nemendur á unglingastígi bjuggu til skólablað, hið fyrsta í meira en áratug. Boðið var upp á veitingar og tónlistaratriði í samstarfi við starfsfólk Tónlistarskóla Eyjafjarðar.


Athugasemdir

Nýjast