Hræringar hjá KA í blakinu

Karlalið KA mun mæta talsvert breytt til leiks er Íslandsmótið í blaki hefst í næsta mánuði. Marek Bernart mun hætta sem þjálfari bæði karla-og kvennaliðsins, en samkvæmt heimildum Vikudags ákvað stjórn blakdeildar KA að breyta til, þar sem Marek hefur þjálfað KA-liðin í fjögur ár.

Filip Pawel Szewczyk mun taka við karlaliðinu en Piotr Kempisty kvennaliðinu. Þá mun karlaliðið missa nokkra reynslubolta úr liðinu en KA mun ætla að byggja á yngri leikmönnum í vetur. Þeir Davíð Búi Halldórsson og Valur Traustason verða líklega ekkert með í vetur, Árni Björnsson verður frá fram að áramótum og þýska stálið Till Wohlrab er farinn til síns heimalands.

Nýjast