Hótel Reynihlíð skiptir um eigendur
Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri og Erna Þórarinsdóttir hafa selt húsnæði og rekstur Hótels Reynihlíðar við Mývatn. Hótelið hóf rekstur árið 1942. Kaupandi er Icelandair Hotels. Þetta staðfestir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Magnea segir áherslur verði lagðar á gæði og að kaupin séu liður í að styrkja uppbyggingu gæðaferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það sé í samræmi við langtímastefnu Icelandair Hotels.