Höskuldur Þór verður formaður umhverfis- og samgöngunefndar

Höskuldur Þór meðal flokksfólks/mynd karl Eskil
Höskuldur Þór meðal flokksfólks/mynd karl Eskil

Framsóknarflokkurinn mun gera það að tillögu sinni á þingfundi í dag að þingmaður Norðausturkjördæmis, Höskuldur Þór Þórhallsson verður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin fjallar um umhverfismál, skipulags- og byggingarmál og rannsóknir, ráðgjöf, verndun og sjálfbærni á sviði auðlindamála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um samgöngumál, þ.m.t. framkvæmdaáætlanir, byggðamál svo og málefni sveitarstjórnarstigsins og verkaskiptingu þess og ríkisins.

Nýjast