Hörkuleikur í handbolta í Höllinni á Akureyri í kvöld

Það verður mikið um dýrðir í Íþróttahöllinni í kvöld þegar Akureyri tekur á móti Víkingi í fyrsta leik ársins í N1 deildinni í handbolta karla. Frítt er á leikinn í boði KEA og stórsveit Tónlistarskóla Akureyrar, eða Big Bandið, undir stjórn Alberto Carmona ætlar að spila fyrir leik og í leikhléi.  

Hér verður vafalaust um hörkuleik að ræða, þar sem bæði lið mun leggja allt í sölurnar. Búast má við fjölmenni í Höllinni, leikurinn hefst kl. 19.30 og er ástæða fyrir fólk að mæta tímanlega. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með beinni lýsingu frá leiknum á heimasíðunni og hefst hún rétt fyrir leik. Nánar á http://www.akureyri-hand.is/

Nýjast