Hörð fallbarátta framundan

Þór og Fram skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust á Þórsvelli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sl. helgi. Ármann Pétur Ævarsson kom Þór yfir snemma í síðari hálfleik en Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði metin skömmu síðar fyrir Fram. Þegar fjórar umferðir eru eftir er Þór þremur stigum frá fallsæti með sautján stig í níunda sæti en Fram hefur nítján stig í áttunda sæti.

Vegna landsleikjahlés verður næst leikið í deildinni fimmtudaginn 12. september þar sem Þór sækir Stjörnuna heim. Þórsarar eiga einnig eftir að mæta Keflavík og ÍA á heimavelli en bæði liðin eru líkt og Þór í fallhættu. Norðanmenn sækja svo ÍBV heim í lokaumferðinni. Það er ljóst að hörð fallbarátta býður Þórs í lokaleikjum deildarinnar.

Nýjast