Hópslysaæfing í umdæmi Almannavarna Þingeyinga

Ljósmynd af Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Ljósmynd af Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Í gær laugardag  stóðu Almannavarnir Þingeyinga ásamt öllum viðbragðsaðilum á því svæði fyrir hópslysaæfingu.

 Æfingin fór fram í Aðaldal og tóku hátt í 100 manns þátt í æfingunni auk leikara sem tóku að sér að leika þolendur. Sett var á svið stórt rútuslys með um 30 manns.

Auk viðbragðsaðila á svæði Almannavarna Þingeyinga tóku Samhæfingarmiðstöðin Skógarhlíð, LHS og Landhelgisgæsla Íslands þátt í æfingunni. Æfingin er liður í innleiðingu á viðbragðsáætlun vegna hópslysa sem verið hefur í vinnslu í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra síðastliðna mánuði.

Nýjast