Hoppukastalaslys enn til rannsóknar

Rannsókn lögreglu á hoppukastalaslysi sem varð á Akureyri 1. júlí síðastliðinn stendur enn, tæpum fj…
Rannsókn lögreglu á hoppukastalaslysi sem varð á Akureyri 1. júlí síðastliðinn stendur enn, tæpum fjórum mánuðum síðar. Mynd MÞÞ

Rannsókn lögreglu á hoppukastalaslysi sem varð á Akureyri 1. júlí síðastliðinn stendur enn, tæpum fjórum mánuðum síðar. Alls voru 108 börn í stórum hoppukastala sem staðsettur var sunnan við Skautahöllina á Akureyri þegar hann tókst á loft. Fjöldi barna slasaðist, en flest lítillega. Eitt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri vildi ekki tjá sig um rann­sókn máls­ins né heldur hvenær búist sé við að henni ljúki að því er fram kemur á mbl.is. Enn er því alls óljóst hver endanlega niðurstaða verður í málinu.

Fram kemur að Her­dís Storga­ard, verk­efna­stjóri hjá Miðstöð slysa­varna barna, hafi boðið lögreglunni á Akureyri aðstoð við rannsókn málsins þar sem hún þekki vel til öryggisstaðla sem stuðst er við í tengslum við starfsleyfi hoppukastala. Hennar þáttur í rannsókninni hafi snúist um að koma á framfæri þekkingu sinni á tæknibúnaði og hvaða kröfur hann ætti að uppfylla.

Þeirr­ar hjálp­ar hafi ekki verið þörf í byrj­un þar sem lög­regla hafi verið að safna al­menn­um upp­lýs­ing­um um slysið. Bæt­ir hún við að þegar málið kom­ist á það stig muni lög­regl­an vænt­an­lega hafa sam­band við hana aft­ur.


Nýjast