Nýverið kom Jóhannes Gunnar Bjarnason formaður Hollvinasamtaka SAk færandi hendi með tvær glæsilegar kaffivélar og afhenti starfsfólki bráðamóttöku og rannsóknardeildar Sjúkrahúss Akureyrar (SAk).
Kaffikönnurnar voru keyptar með rausnarlegum styrk frá BYKO. „Þó ekki sé um eiginleg lækningatæki að ræða þá skiptir líka miklu máli að aðbúnaður starfsmanna sé sem bestur og óhætt að segja að þessar gjafir hafi verið kærkomnar,“ segir á vef SAk.