Höfðingleg gjöf til Háskólans á Akureyri

Háskólanum á Akureyri hefur borist ríkulegur styrkur frá Þorbjörgu heitinni Finnbogadóttur en hún ánafnaði háskólanum andvirði íbúðar sinnar þegar hún féll frá.  Þorbjörg var lengst af matreiðslukennari í Gagnfræðaskólanum á Akureyri en lést í apríl sl. þá 87 ára að aldri.  

Ættingjar Þorbjargar hafa virt ósk hennar um að Háskólinn á Akureyri fengi í arf andvirði íbúðar hennar.  Þeir líta svo á að hún hafi stutt vel við þau alla tíð og því væri háskólinn vel að því komin að njóta örlætis hennar en hún bar ætíð góðan hug til HA frá stofnun. Fjármununum verður varið í frekari uppbyggingu fjarnáms við HA og í virðingar- og þakkarskyni við Þorbjörgu verður kennslustofa í háskólanum látin heita eftir henni.  „Háskólinn á Akureyri verður ævinlega þakklátur Þorbjörgu og ættingjum hennar fyrir einstakan höfðingsskap og velvild," sagði Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri er hann greindi frá gjöfinni á ársfundi háskólans nýverið.

Nýjast