Hlynur Svan tekur við Breiðabliki

Hlynur Svan Eiríksson á hliðarlínunni í sumar. Mynd: Sævar Geir.
Hlynur Svan Eiríksson á hliðarlínunni í sumar. Mynd: Sævar Geir.

Hlynur Svan Eiríksson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Þetta staðfesti knattspyrnudeild félagsins í gærkvöld. Hlynur stýrði Þór/KA í sumar eftir að hafa tekið óvænt við liðinu snemma sumars. Hann mun áfram stýra norðanliðinu í leikjunum tveimur gegn Turbine Potsdam í Meistaradeild kvenna sem fram fara í lok mánaðarins.

Nýjast