Hlynur sækist eftir 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna

Hlynur Hallsson myndlistarmaður á Akureyri og fyrrverandi varaþingmaður VG hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram fer fyrir Alþingiskosningarnar í vor og sækist eftir því að skipa 1.-3. sæti listans. Hlynur hefur á síðustu árum  tekið virkan þátt í starfi fyrir VG og tók fimm sinnum sæti á Alþingi sem varamaður á árunum 2003-2007.  

"Alþingiskosningarnar sem væntanlega fara fram þann 25. apríl verða sennilega þær mikilvægustu í sögu lýðveldisins og vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að hugsjónir Vinstri grænna um aukið lýðræði, jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu nái fram að ganga," segir Hlynur m.a. í yfirlýsingu.

Nýjast