Hlynur í 300. deildarleiki

Hlynur Birgisson, leikmaður Draupnis, náði þeim stóra áfanga á laugardaginn var að spila sinn 300. deildarleik hér á landi. Hlynur, 41 árs, hefur spilað 186 leiki í efstu deild, 111 leiki í 1. deild og fjóra leiki í 3. deild þar sem hann spilar með Draupni. Hann lék einnig 61 leik með sænska liðinu Örebro í sænsku úrvalsdeildinni auk þess sem hann á fjölda landsleikja að baki.

www.fotbolti.net

Nýjast