Hlynur hættir með Þór/KA-Tekur við Breiðabliki?
Hlynur Svan Eiríksson mun hætta sem þjálfari Þórs/KA eftir að núverandi samningur rennur út í haust en þetta kemur fram
á heimasíðu Þórs. Hlynur mun stýra Þór/KA í Evrópuleikjunum tveimur gegn þýska liðinu Turbine Potsdam í lok
mánaðarins. Hlynur tók óvænt við liði Þórs/KA í byrjun sumars af Viðari Sigurjónssyni og undir hans stjórn hafnaði
Þór/KA í fjórða sæti deildarinnar.
Eftir því sem fram kemur í viðtali við Borghildi Sigurðardóttur, formanni meistaraflokksráðs kvenna hjá Breiðablik við vefsíðuna fotbolti.net, er Hlynur einn af nokkrum sem kemur til greina til að taka við Kópavogsliðinu. Fullyrt er hins vegar á heimasíðu Þórs að Hlynur sé þegar tekinn við Breiðabliki en það mun ekki vera rétt.