Hluti Akureyrar án rafmagns vegna mistaka

Raf­magns­laust var á hluta Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar nú um eitt leytið, m.a. miðbæn­um og hluta Brekk­unn­ar.  Að sögn Norður­orku þá varði raf­magns­leysið í um 20-30 mín­út­ur og er raf­magn nú komið  aft­ur á bæ­inn.

Raf­magns­leysið var til komið vegna mistaka, en stjórn­stöð Landsnets í Reykja­vík tók út aðveitu­stöð nr. 1 við Þing­valla­stræti, er verið var að und­ir­búa fram­kvæmd­ir við aðveitu­stöðina.

Vegna mis­skiln­ings hjá Landsneti með aðgerðaráætl­un Norður­orku, þá var stöðin tek­in út kl. 13, í stað þess að það yrði gert í kvöld eins og áætl­un­in gerði ráð fyr­ir.

Nýjast