Hlöðuballi Grana aflýst

Myndin er fengin af Facebook síðu Mærudaga
Myndin er fengin af Facebook síðu Mærudaga

Hlöðuball sem fara átti fram í kvöld í tengslum við Mærudaga á Húsavík hefur verið aflýst. Það er Hestamannafélagið Grani sem hefur staðið fyrir hlöðuballinu undan farin ár.

„Það er með trega og sorg sem við tilkynnum hér með að hlöðuballinu 2021 hefur verið aflýst. Aðstæður og óvissa í samfélaginu gerir það að verkum að þetta er niðurstaðan,“ segir í tilkynnningu frá Grana.

Formaður félagsins hvetur hins vegar fólk til að hafa gaman af lífinu og reyna eftir fremsta megni að njóta helgarinnar. Þeir sem keyptu miða í forsölu fái að fullu endurgreitt.

 


Nýjast