Hlíðarfjall þarfnast verulegrar fjárfestingar til að halda sínum sess

Þörf er á verulegri uppbyggingu í Hlíðarfjalli svo að svæðið haldi sínum sess og brýnt að þar verði …
Þörf er á verulegri uppbyggingu í Hlíðarfjalli svo að svæðið haldi sínum sess og brýnt að þar verði starfsemi bæði vetur og sumar. Mynd/Þröstur Ernir

Í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar er til staðar aðstaða sem stenst ekki kröfur tímans og þarfnast verulegrar fjárfestingar til að halda sínum sess. Efna þarf til al­þjóðlegrar samkeppni um rekstur og markaðssetningu svæðisins sem heils­ársafþreyingar og útivistarsvæðis. Þetta kemur fram í áfangaskýrslu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) til bæjaryfirvalda á Akureyri er varðar uppbyggingu í Hlíðarfjalli.

AFE fékk heimild frá bæjaryfirvöldum til að vinna að úttekt á möguleikum á rekstri Hlíðarfjalls í október í fyrra. Vinna AFE miðaðist fyrst og fremst við að kanna möguleika og tækifæri sem gætu falist í að breyta rekstrarfyrirkomulagi í Hlíðarfjalli og möguleika á aðkomu annarra en bæjarfé­lagsins að rekstri, markaðssetningu og uppbyggingu svæðisins.

Ítarlega er fjallað um þetta mál í Vikudegi sem kom út í gær.

-Vikudagur, 1. september

Nýjast