Sérstakur hjólreiðaviðgerðarstandur var settur upp neðst í Skátagilinu í Miðbæ Akureyrar á dögunum. Standurinn er samvinnuverkefni milli Hjólreiðafélags Akureyrar (HFA) og Akureyrarbæjar. Hjólreiðastandurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Þetta er mjög stór áfangi fyrir okkur hjólreiðamenn og ánægjulegt að fyrsti standurinn rísi hér á Akureyri, segir Vilberg Helgason formaður HFA en nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev