Stjórn Hjólreiðafélags Akureyrar (HFA) valdi á dögunum Hjólreiðafólk ársins, en þeir sem náðu besta árangrinum í hjólakeppnum ársins voru tilnefndir. Að þessu sinni var Jónas Stefánsson valinn Fjallahjólamaður ársins, Emilia Niewada var valin Fjallahjólakona ársins, Tryggvi Kristjánsson var valinn Götuhjólreiðamaður ársins og Hafdís Sigurðardóttir var valin Götuhjólreiðakona ársins.