Hjólastígurinn frá Akureyri og inn í Hrafnagil er vinsæll

Þorgeir V. Jónsson, Margrét Loftsdóttir og Ólafur Svanlaugsson hjóla nokkrum sinnum í viku frá Akure…
Þorgeir V. Jónsson, Margrét Loftsdóttir og Ólafur Svanlaugsson hjóla nokkrum sinnum í viku frá Akureyri eftir hjólastígnum fram í Hrafnagili. Þau eru á leið í hjólaferð um Móseldalinn og nýta stíginn í æfingaskyni. Mynd Margrét Þóra

Texti: Margrét Þóra Þórsdóttir

maggath61@simnet.is

 

„Það er ómetanlegt að hafa þennan áfangastað í hjóltúrnum,“ segir Þorgeir V. Jónsson sem ásamt þeim Margréti Loftsdóttur og Ólafi Svanlaugssyni hafði hjólað eftir göngu- og hjólastígnum sem liggur frá Akureyri og fram að Hrafnagili. Stígurinn nýtur vaxandi vinsælda meðal útivistarfólks hvort heldur það er á reiðhjólum eða tveimur jafnfljótum.

Margir þeir sem hjóla fram í fjörð staldra stutta stund við í Jólagarðinum líkt og þau Þorgeir, Margrét og Ólafur gerðu. Þau eru saman í hjólahóp ásamt fleiri Akureyringum og hyggjast ef allt gengur að óskum næstu daga halda utan til Þýskalands þar sem fyrirhugað er að hjóla um í Móseldalnum í 11 daga. Alls eru 32 í hópnum.

Þremenningarnir nota hjólastíginn í Eyjafjarðarsveit oft og iðulega, hjóla yfirleitt eftir honum þrisvar sinnum í viku og stundum oftar. „Þetta eru fínar æfingarbúðir og ekki skemmir fyrir að fá sér smá kaffisopa áður en haldið er heim og jafnvel kökusneið,“ segir Þorgeir.

/MÞÞ


Nýjast