Hjalti og Lára gefa út sína aðra plötu sem ber heitið Árbraut og fagna með útgáfutónleikum á Græna Hattinum í kvöld fimmtudag klukkan 21. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni.
Með Hjalta og Láru spila Stefán Örn Gunnlaugsson píanóleikari, Stefán Gunnarsson, bassaleikari og Valgarður Óli Ómarsson trommuleikari.
Á Árbraut kveður við nýjan tón og má segja að sköpunargleðin hafi tekið völdin hjá dúóinu. Á plötunni er ný lög og textar sem Lára og Hjalti hafa samið og útsett í sameiningu og í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson upptökustjóra plötunnar. Þau flytja einnig Vornæturljóð Elísubetar Geirmundsdóttur og Hildur Eir Bolladóttir samdi texta við eitt laganna.
Hér að neðan má hlýða á eitt laganna af plötunni, Yesterday is gone