Hitinn gæti farið í 20 stig

Í morgunskeyti Veðurstofunnar kemur fram að það verði suðlæg og dálítil væta í dag, einkum vestantil, en að austantil verði léttskýjað og „ört hlýnandi veður.“ Á morgun verða suðlægar áttir áfram ríkjandi og þá bætir heldur í vind.

Lengst af verður úrkomulítið en síðan bætir í úrkomu annað kvöld – en áfram verður gott veður fyrir austan.  Næstu daga eru horfur á áframhaldandi suðlægum áttum með vætu vestantil en yfirleitt þurrt og bjart veður austantil. Þá hlýnar heldur og hiti gæti náð allt að 20 stigum norðaustantil þegar líður á vikuna.

Nýjast