Að sögn starfsmanna á Þórsvellinum er það mikið vandaverk að hita völlinn upp og ekkert má fara úr skorðum. Í lagnakerfinu eru u.þ.b. 60 þúsund lítrar af frostlegi sem þarf að hita upp hægt og rólega og eins gott að vera vel vakandi við þetta mikla vandaverk. Já það verður gaman að fylgjast með á næstu dögum og sjá þær breytingar sem völlurinn á eftir að taka þegar líf fer að kvikna að nýju, segir á vef Þórs.