Hinsegin kórinn heldur tónleika í Hofi

Mynd: hinseginkorinn.is
Mynd: hinseginkorinn.is

Hinsegin kórinn í Reykjavík leggur land undir fót um helgina og heldur tónleika í Hofi í dag laugardag 11. júní kl 17:00. 

Hinsegin kórinn hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á fjölbreytt lagaval og er efnisvalið á komandi tónleikum þar engin undantekning. Hinsegin kórinn var stofnaður síð- sumars 2011 og hefur frá þeim tíma komið víða fram, bæði hér heima og á erlendri grundu. „Sumarið 2012 tók kórinn þátt í hinsegin dögum í Færeyjum en tveimur árum síðar steig kórinn á stokk í Dublin á alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra og naut þar mikillar hylli. Sumarið 2015 hélt hann svo stórkostlega tónleika í London ásamt breska kórnum Pink Singers. Þetta árið var ákveðið að leggja land undir fót og fara til Akureyrar,“ segir í tilkynningu. Kórinn syngur undir stjórn Helgu Margrétar Marzellíusardóttur en með- leikari kórsins er Jón Birgir Eiríksson.

Nýjast