Hildur Eir nýr liðsmaður Akureyrar í Útsvari

Akureyrarbær mun tefla fram nýjum liðsmanni þegar Útsvar, spurningakeppni Sjónvarpsins, hefst á ný í vetur. Þeir Birgir Guðmundsson og Hjálmar Brynjólfsson verða áfram í liðinu en Hilda Jana Gísladóttir hefur ákveðið að draga sig í hlé. Í hennar stað kemur inn í liðið séra Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju.  

Eins og mörgum er eflaust í fersku minni, komst lið Akureyrar alla leið í úrslit sl. vetur og mætti þar liði Norðurþings. Úrslitaviðureignin fór fram í beinni útsendingu Sjónvarpsins frá Menningarhúsinu Hofi og var mikil stemmning í salnum. Svo fór þó að lokum að liðsmenn Norðurþings fögnuðu sigri.

Nýjast