Hestamenn stytta sér leið yfir einkalóð

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint

Hjónin Sigríður Hrönn Sigurðardóttir og Ingvar Björnsson í Eyjafjarðarsveit hafa fengið nóg af yfirgangi hestamanna sem stytta sér leið yfir einkalóð þeirra. Síðastliðinn föstudag fór stór hópur hestamanna yfir lóðina og náðist atvikið á myndband. „Þetta hefur staðið yfir í mörg ár og við erum sífellt að berjast við hestamenn sem virða ekki umgengnisreglur. Þetta er hreinn og klár átroðningur,“ segir Sigríður í samtali við Vikudag. Nánar er rætt við Sigríði í prentútgáfu Vikudags sem kom út á fimmtudag.

- Vikudagur, 9. júní.

Nýjast