Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 80 ára í dag

Hestamannafélagið Léttir á Akureyri er 80 ára í dag en það var stofnað 5. nóvember 1928. Í tilefni þessara tímamóta verður opið hús í reiðhöllinni í dag frá kl. 17-19. Þar verður teymt undir krökkunum og ýmislegt fleira skemmtilegt í boði fyrir ungu kynslóðina. Boðið verður upp á veitingar og allir eru velkomnir.  

Léttir er með fjölmennustu hestamannafélögum á landinu með milli á 500-600 félagsmenn.  Félagið hefur staðið í stórræðum á liðnum árum en bygging reiðhallar hefur verið fyrirferðamesta verkefni félagsins undanfarin misseri.  Nýr formaður Léttis er Erlingur Guðmundsson en hann tók við af Ástu Ásmundsdóttur fyrir skömmu. Til viðbótar við opið hús í dag, verður Léttir með glæsilegan afmælisfagnað í Lionssalnum í Alþýðuhúsinu við Skipagötu, laugardaginn 15. nóvermber nk. Þar verða m.a. veittar viðurkenningar og eru félagsmenn hvattir til að mæta og eiga saman góða stund.

Nýjast