Hermann Jón tekur við formennsku í stjórnsýslunefnd

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær voru samþykktar breytingar á fulltrúum í tveimur nefndum bæjarins. Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri hefur tekið við formennsku í stjórnsýslunefnd af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur fráfarandi bæjarstjóra, sem verður varaformaður nefndarinnar.  

Þetta er í samræmi breytingar á verkaskiptingu meirihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, í bæjarstjórn. Þá hefur orðið breyting á skipan fulltrúa Framsóknarflokks í framkvæmdaráði og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar. Jakob Björnsson fyrrverandi bæjarfulltrúi hefur tekið sæti aðalmanns í stað Jóhannesar G. Bjarnasonar bæjarfulltrúa.

Nýjast