Héraðsdómur Norðurlands eystra: Tímamótadómur

Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.

Karlmaður var dæmdur fyrir skemmstu í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir kynlífskúgun gegnum samfélagsmiðil. Hann var fundinn sekur fyrir tilraun til nauðgunar sem fólst í því að hóta 15 ára dreng að birta nektarmyndir af honum ef hann hefði ekki við sig samræði.

Dómurinn féll fyrir viku síðan en hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins, en Rúv hefur fjallað um málið. Maðurinn kom sér í kynni við 15 ára dreng með því að villa á sér heimildum á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Fyrst fékk maðurinn drenginn til að senda sér kynferðislegar myndir, því næst hótaði maðurinn að dreifa þeim á netinu ef hann hefði ekki samræði við ákveðinn mann sem reyndist svo vera hann sjálfur.

Drengurinn lét ekki undan kúgun mannsins heldur kærði málið til lögreglu. Talið er líklegt að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Niðurstaða dómsins markar ákveðin tímamót enda er þetta í fyrsta skipti sem dómari  lætur reyna á þetta ákvæði,- tilraun til nauðgunar,  í máli af þessu tagi. Dómurinn fellst semsagt á að þetta væri ólögmæt nauðung og þessi háttsemi væri tilraun til nauðgunar. /epe

Nýjast