06. ágúst, 2018 - 16:15
Fréttir
Frá Kjarnaskógi í gær. Mynd/Hilmar Friðjónsson.
Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir luku sinni dagskrá með glæsilegum Sparitónleikum og flugeldasýningu frá björgunarsveitinni Súlum í gærkvöld. Talið er að Sparitónleikarnir í ár hafi verið þeir fjölmennustu frá upphafi. Skógardagurinn var haldinn á Einni með öllu og Kjarnaskógur var fullur af fólki í allan dag. Aldrei hafa fleiri lagt leið sína í Kjarnaskóg, metið var sett í dag.
"Helgin hefur gengið eins og í sögu og fjölskyldur voru aðal gestir Akureyringa um verslunarmannahelgina", segir í tilkynningu.