Helgi Björns og Reiðmenn vindanna á Græna hattinum

Helgi Björns mætir ásamt Reiðmönnum vindanna á Græna hattinn.
Helgi Björns mætir ásamt Reiðmönnum vindanna á Græna hattinn.

Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna halda tónleika á Græna hattinum um helgina, föstudaginn 6. og laugardaginn 7. mars. „Nú þegar vindar blása og stormar geysa um landið þarf að huga að sálinni og hlýja sér með samneyti við sálufélaga og syngja úr sér hrollinn. Á tónleikunum verður farið yfir ýmsar perlur úr fjársjóði íslenskra dægurlaga í gegnum tíðina, sungið og haft gaman,“ segir um tónleikana sem hefjast kl. 22.00 bæði kvöldin.

 


Nýjast