Helga valin efnilegust

Helga Hansdóttir er efnilegasta júdókona landsins.
Helga Hansdóttir er efnilegasta júdókona landsins.

Helga Hansdóttir úr KA var valin efnilegasta júdókona landsins af Júdósambandi Íslands eftir Sveitakeppni JSÍ á dögunum. Helga varð bæði Íslandsmeistari í U20 ára og fullorðinsflokki kvenna í -63 kg flokki á árinu og þá vann hún til bronsverðlauna á Norðurlandamóti U20 þar sem hún keppti í -57 kg flokki.

Júdómaður ársins var valinn Þormóður Árni Jónsson úr ÍR og júdókona ársins Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild Ármanns. Þá var Ingi Þór Kristjánsson úr ÍR valinn efnilegastur í karlaflokki.

Nýjast