Helga Hansdóttir júdókona var í dag útnefnd Íþróttamaður KA fyrir árið 2011 á 84 ára afmælisdegi félagsins. Aðrir í kjörinu voru Martha Hermannsdóttir, handknattleikskona, Haukur Heiðar Hauksson, knattspyrnumaður og Filip Pawel Szewczyk, blakmaður. Helga er 18 ára gömul og hefur æft júdó frá 11 ára aldri og orðið Íslandsmeistari 11 sinnum. Helga meiddist í janúar á síðasta ári og keppti því ekki eins mikið erlendis fyrir vikið. Þrátt fyrir meiðslin sigraði hún á öllum júdómótum innanlands
Á liðnu ári varð hún Íslandsmeistari í U20 í -63 kg flokki, Íslandsmeistari í fullorðinsflokki kvenna í -63 kg flokki, vann til bronsverðlauna á Norðurlandamótinu í -57 kg í U20. Þá vann hún til gullverðlauna á afmælismóti Júdósambandsins og var valin júdókona mótsins. Þá útnefndi Júdósambandið hana júdókonu ársins í sínum aldursflokki.