Heimsviðburður Kirkjukórs Húsavíkur

Kirkjukór Húsavíkur mun skreyta Skjálfandaflóa fögrum tónum í kvöld. Mynd: Hafþór Hreiðarsson 640.is
Kirkjukór Húsavíkur mun skreyta Skjálfandaflóa fögrum tónum í kvöld. Mynd: Hafþór Hreiðarsson 640.is

Í kvöld, 3. Júní fer fram einstakur tónlistarviðburður þegar Kirkjukór Húsvíkur í samvinnu við Norðursiglingu heldur tónleika um borð í skonnortunni Opal á Skjálfandaflóa.

Kórinn hefur haldið árlega vortónleika undanfarin ár og fengið ljómandi viðtökur. „En nú ætlum við að gera eitthvað alveg nýtt,“ segir Pétur Helgi Pétursson formaður og talsmaður kórsins í stuttu spjalli við Dagskrána.is. Hann er að vonum keikur og fullur tilhlökkunar. „Þetta er heimsviðburður,- við erum að fara á rafmagnsskútu hérna út á Skjálfandann, kórinn verður á Opal, svo magnar hann Börkur Guðmundsson þetta upp - Útvarpsbylgjur flytja þetta svo yfir í hina bátana sem munu sigla við hliðina á okkur,“ segir Pétur. Bátarnir tveir sem hann vísar til eru Náttfari  og Garðar, hvalaskoðunarskip Norðursiglingar, en áhorfendur munu njóta tóna kórsins úr þeim.

„Svo ætlum við að syngja fyrir hvalina líka, þetta gæti orðið mjög spennandi ef veðrið helst svona eins og það er,“ segir Pétur. Myndband af æfingu kórsins um borð í Opal má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið tók Hafþór Hreiðarsson. /epe.

Mæting á tónleikana er kl. 20:30

Hægt er að tryggja sér miða hjá Pétri í síma 863-9318 eða í tölvupósti á netfanginu: petur@hvammurhus.is

 

 

Nýjast