Heimspekileg samræða í samfélagi og skóla með menntamálaráðherra

Á morgun, sunnudaginn 4. desember  kl. 11.00, lýkur fundarröð haustsins kenndri við heimspeki og kaffihús. Fundarstaður er sem fyrr á Bláu könnunni en þetta er fimmta árið í röð sem heimspekikaffi að hausti hefur verið liður í menningarlífi Akureyringa. Aðstandendur þessa mannfagnaðar eru Félag áhugafólks um heimspeki, Hug og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, Akureyrarstofa og Bláa kannan.

 

Samkomurnar hafa verið vel sóttar og umræður líflegar að loknum inngangserindum málshefjenda. Það er von okkar og trú að komandi kaffisamsæti verði hvati heimspekilegra vangaveltna, spurninga og tilrauna til svara. Á heimspekikaffi á morgun leiðir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, umræðu með forspjalli um gildi  heimspekilegrar samræðu og veltir upp þeirri spurningu meðal annars  hvort aðferðir slíkrar samræðu henti almennri samfélagslegri samræðu. Heimspekikaffið fer fram á Bláu könnunni kl. 11-12 á sunnudag.

Nýjast