Heimsóknir hafa aftur verið leyfðar á legudeildir Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) en þær voru stöðvaðar tímabundið í síðustu viku vegna fjölda inflúensutilfella.
Sjá einnig: Deildum lokað á SAk og heimsóknir bannaðar
Flensan virðist eitthvað í rénun og því eru heimsóknir til sjúklinga leyfðar að nýju en heimsóknargestir eru beðnir að hafa í huga að ef þeir hafa einhver einkennni sem gætu bent til flensusmits svo sem hita, höfuðverk, hósta eða beinverki að fresta heimsóknum svo komist verði hjá því þeir smiti sjúklinga eða starfsfólk. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu SAk.