Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun úr sjóðnum. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna.
Norðurþing hlýtur 19,5 milljónir króna úr sjóðnum sem ætlaðar eru í frágang og aðkomu fyrir Heimskautsgerðið á Raufarhöfn.
Gert verður bílastæði neðan við ásinn auk vegtengingar við þjóðveginn. Náttúran í umhverfi gerðisins lætur á sjá og öryggi ferðamanna er ábótavant. Verkefnið er mikilvægt fyrir innviðauppbygginu á veiku svæði á sama tíma og það eflir náttúruvernd og öryggi