Heimsendur matur á Akureyri sá fjórði dýrasti.

Heimsendur matur á Akureyri er sá fjórði dýrasti samkvæmt könnun sem gerð var af  aldur er bara tala…
Heimsendur matur á Akureyri er sá fjórði dýrasti samkvæmt könnun sem gerð var af aldur er bara tala Mynd aldur er bara tala

Á vefsíðunni  www.aldurerbaratala.is er birt  könnun á verði á heimsendum mat í 13 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Í könnuninni voru ekki metin gæði og magn matarskammta á milli sveitarfélaga, hvort eftirréttur fylgir aðalrétti eða hvort um er að ræða heitan eða kaldan útsendan mat.  Samkvæmt  þessari könnum er  Akureyri  í fjórða sæti yfir dýrustu máltíðir sem seldar eru.

 Frétt og færslu af  vefnum aldruerbaratala.is má sjá hér  fyrir neðan.

,,Heimsendur matur til eldri borgara er í boði hjá flestum sveitarfélögum landsins samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, er oft niðurgreiddur og því á hagstæðu verði. Í lögunum segir að sveitarstjórn skuli sjá um að félagsþjónusta aldraða sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Þar er átt við m.a heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar. Mikilvægi þess að fá næringarríka og staðgóða máltíð á hverjum degi er óumdeilt.

Heimsendur matur er í flestum sveitarfélögum veittur á þeim forsendum að viðkomandi geti ekki annast matseld sjálfir vegna skertrar getu og séu metnir í þörf fyrir þjónustu samkvæmt mati sem starfsmaður félagsþjónustu hvers svæðis fyrir sig gerir. 

Aldur er bara tala gerði könnun á verði á heimsendum mat í 13 af stærstu sveitarfélögum landsins sem sjá má í töflu hér að neðan. Það vekur athygli að mikill verðmunur er á matarskammtinum á milli sveitarfélaga og munar til dæmis 44 % á milli verðs á skammti þar sem hann er dýrastur á Seltjarnarnesi og þar sem hann er ódýrastur í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er maturinn niðurgreiddur af sveitarfélaginu en ekki á Seltjarnarnesi.  

Í könnuninni voru ekki metin gæði og magn matarskammta á milli sveitarfélaga, hvort eftirréttur fylgir aðalrétti eða hvort um er að ræða heitan eða kaldan útsendan mat. Í sumum sveitarfélögum er settur fram aðskilinn kostnaður við matarskammtinn og útkeyrsluna en í töflunni hér að neðan er þessi kostnaður settur saman í eina tölu til að gera samanburðinn auðveldari.

Verð á heimsendum matarskammti fyrir eldri borgara eftir sveitarfélögum

Seltjarnarnesbær 1700
Reykjanesbær 1611
Garðabær 1600
Akureyrarbær 1424
Akranesbær 1342
Kópavogur 1330
Mosfellsbær 1227
Fjarðarbyggð 1250
Hafnarfjörður 1174
Múlaþing 1167
Árborg 1100
Reykjavíkurborg 1055
Vestmannaeyjabær 955

Það má nærri liggja að niðurgreiðsla sveitarfélaga sé á mörgum stöðum umtalsverð því hráefnisverð og benzínkostnaður hefur hækkað mikið á síðustu misserum.

Því ber þó að fagna að sveitarfélögin vilji og geti gert vel við sína elstu og hrumustu íbúa og stutt þá til sjálfstæðrar búsetu sem lengst".

Segir í frétt á vefnum.


Athugasemdir

Nýjast