Heimir og Bjarni taka við Akureyri

Heimir Örn Árnason verður þjálfari Akureyrar næsta vetur ásamt Bjarna Fritzsyni.
Heimir Örn Árnason verður þjálfari Akureyrar næsta vetur ásamt Bjarna Fritzsyni.

Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritzson, leikmenn Akureyrar Handboltafélags, munu taka við þjálfun liðsins í vor. Samkvæmt  öruggum heimildum Vikudags verða Heimir og Bjarni spilandi þjálfarar og gera tveggja ára samning. Sömu heimildir herma að Sævar Árnason, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarþjálfara liðsins undanfarin ár, verði Heimi og Bjarna til aðstoðar. Búist er við að þetta verði tilkynnt formlega í dag. Eins og Vikudagur greindi fyrst frá mun Atli Hilmarsson láta af störfum sem þjálfari Akureyrar eftir úrslitakeppnina.

Nýjast