Heimir og Bjarni sömdu til tveggja ára

Skrifað undir samninga í húsnæði Norðlenska í dag.
Skrifað undir samninga í húsnæði Norðlenska í dag.

Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritzson, leikmenn handknattleiksliðs Akureyrar, undirrituðu í dag tveggja ára samning við félagið um að taka við þjálfun liðsins eftir tímabilið en skrifað var undir samningana í höfuðstöðum Norðlenska á Akureyri. Eins og greint var frá á Vikudegi í morgun munu þeir félagar taka við liðinu er Atli Hilmarsson hættir sem þjálfari eftir úrslitakeppnina í vor í N1-deild karla. Heimir og Bjarni verða spilandi þjálfarar og Sævar Árnason verður aðstoðarþjálfari.

Við sama tækifæri endurnýjuðu þeir Sveinbjörn Pétursson markvörður og línumaðurinn Hörður Fannar Sigþórsson samninga sína við félagið en báðir sömdu þeir til eins árs.

Nýjast