Heimilt samkvæmt skipulagi að breyta Sjallanum í hótel

Sjallinn og Ráðhúsið á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Sjallinn og Ráðhúsið á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar í gær var tekið fyrir erindi, þar sem Birgir Jósepsson f.h. óstofnaðs félags um eignina Glerárgata 7 (Sjallinn) óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar til þess hvort leyfi fáist til að breyta Glerárgötu 7 í hótel. Meðfylgjandi voru tillöguteikningar og skrifleg yfirlýsing um bindandi kauptilboð eigenda Glerárgötu 7.  Í bókun skipulagsnefndar kemur jafnframt fram að samkvæmt aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 sé lóðin Glerárgata 7 á skilgreindu "miðsvæði" þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi s.s. veitinga- og gistihúsum. Í gildandi deiliskipulagi svæðisins sem er frá 1996 er gert ráð fyrir að reitur 26 verði áfram skilgreindur undir miðbæjarstarfsemi. Skipulagsnefnd telur því að umbeðin breyting á notkun hússins falli undir ákvæði og skilmála gildandi aðalskipulags og deiliskipulags svæðisins.

Sjallinn er um 2000 fermetrar að stærð en hugmyndin er að bæta einni hæð ofna á húsið. Gangi fyrirliggjandi hugmyndir eftir, er stefnt að því opna hótel í húsnæðinu fyrir sumarið 2013.

Nýjast