Heimilt var að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með gærdeginum, 15. júní og stórgripum má sleppa í heiðina um næstu mánaðamót. Vegna tíðarfarsins beinir sveitarstjórn því þó til búfjáreigenda að taka tillit til ástands afréttar og sleppa búfénaði seinna ef ástæða þykir til.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps minnir einnig á að utansveitarfólki er ekki heimilt að nota ógirt heimaland eða afrétt til upprekstrar nema
það hafi áður fengið til þess heimild frá sveitarstjórn. Landeigendur áttu í gær að hafa lokið viðhaldi á
fjallsgirðingu þannig að hún væri fjárheld nú þegar sleppa má fé í heiðina. Mikilvægt sé að öllum
girðingum sé vel við haldið og þá sérstaklega fjallsgirðingunni og þeim girðingum sem ætlar er að halda búfé í
beitarhólum.
Lausaganga búfjár er bönnuð á vegstæðum stofn- og tengivega neðan fjallsgirðinga, þ.e. við þjóðveg nr. 1,
Veigastaðaveg og Svalbarðseyrarveg.