Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Teiknistofu Arkitekta sem nær til Gránufélagsgötu 22 til 24 var til kynningar á fundi skipulagsráðs.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði fjarlægt og í staðinn verði heimilt að byggja tveggja hæða fjölbýlishús með allt að 6 íbúðum. Núgildandi skipulag gerir ráð fyrir tveimur einbýlishúsalóðum á þessum stað.
Skipulagsráð telur að tillagan feli í sér uppbyggingu sem falli vel að aðliggjandi byggð og er það mat ráðsins að forsenda fyrir skynsamlegri uppbyggingu á lóðinni að núverandi hús verði fjarlægt vegna óheppilegrar staðsetningar þess á miðri lóð. Tillaga verður lögð fyrir ráðið að nýju eftir að Minjastofnun hefur gefið sína umsögn.