Heimildarmyndin Bakka-Baldur frumsýnd í Bergi á Dalvík
Villingur kynnir í samstarfi við REC BAKKA Baldur heimildarmyndina Bakka-Baldur en frumsýning myndarinnar verður í Bergi menningarhúsi á Dalvík
á morgun, fimmtudaginn 8. september kl. 18:00. Myndin verður svo sýnd á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.00.
Leikstjóri myndarinnar er Þorfinnur Guðnason og sá hann einnig um klippingu en framleiðendur þeir Bjarni Óskasson og Gísli Gíslason. Jón Atli Guðjónsson og Stefán Loftsson sáu um kvikmyndatöku og hljóðblöndun var í höndum þeirra Skúla Gíslasonar og Erlings Bang. Forsala miða er á Kaffihúsinu í Bergi en einnig verður miðasala við innganginn.