Heimildamynd um Reyni sterka
Reynir Örn Leósson sem lést langt fyrir aldur fram árið 1982 fjörutíu og þriggja ára gamall var íslenskur aflraunamaður, kannski betur þekktur sem Reynir sterki. Hann flutti ungur til Reykjavíkur, síðar til Njarðvíkur og enn síðar til Eyjafjarðar.
Reynir var ungur þegar fyrst fór að bera á miklum kröftum hans og hann ferðaðist víða um ævina og sýndi aflraunir sínar. Meðal aflrauna hans var að brjótast kyrfilega hlekkjaður út úr fangaklefa á um það bil 6-7 klukkustundum. Fyrir það afrek komst Reynir í heimsmetabók Guinness.
Vikudagur spjallaði við Baldvin Z kvikmyndagerðarmann frá Akureyri um heimildamynd sem hann er að klára um Reyni – Einnig var Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir frænka Reynis tekin tali, hún er bróðurdóttir hans en ekki föðursystir eins og misritaðist í Vikudegi.
Greinina og viðtölin má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær fimmtudag. – epe.
- Vikudagur, 21. júlí