Heil umferð í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en þá fer fram 16. umferð Íslandsmótsins. Á Þórsvelli tekur Þór/KA á móti Breiðabliki kl. 18:00. Þrjú stig skilja liðin að fyrir leikinn í kvöld, Þór/KA hefur 23 stig í fjórða sæti en Breiðablik hefur 20 stig í sjötta sæti. Þór/KA á aðeins möguleika á að ná þriðja sætinu nú þegar þrjár umferðir eru eftir.

 

Leikir kvöldsins í Pepsi-deild kvenna:

Grindavík-ÍBV 18:00 Grindavíkurvöllur

Þór/KA-Breiðablik kl. 18:00 Þórsvöllur

Valur-Þróttur R. 18:30 Vodafonevöllurinn

Fylkir-KR 18:30 Fylkisvöllur

Stjarnan-Afturelding 18:30 Stjörnuvöllur

Nýjast